top of page

VEITINGAHÚS & BARIR

Nálægt Hafnarhvoli

K-BAR

K-­bar við Laugaveg 74 er frábær huggulegur veitingastaður með stórgóðan matseðil

og þægilega þjónustu. Orange Project mælir sérstaklega með steikinni þar, sem er

með því besta sem þekkist í þeirri deild á Íslandi. Þá eru frönsku kartöflurnar þarna

tær snilld.

KOPAR

Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum. Á matseðlinum mætast nýjar og gamlar aðferðir og uppskriftir, hefðbundið hráefni og óvænt.

UNO

UNO býður upp á ferskt eldhús þar sem matarvenjur frá Miðjarðarhafinu og íslenskt hráefni mynda frábæra heild. Sannkallaður skemmtistaður fyrir bragðlaukana.

APÓTEK

Apotek Restaurant er nýtt og spennandi veitingahús staðsett á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16. Veitingahúsið er “casual/smart” staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi.

FORRÉTTABARINN

Hlýlegur, hress og alíslenskur staður. Forréttabarinn er frábær fyrir skyndi bita eða afslappaða kvöldstund. Njótið!

SLIPPBARINN

Slippbarinn er á Icelandair hótel Reykjavík Marina við gömlu höfnina og slippinn.

Á Slippbarnum er bæði notalegt og skemmtilegt að setjast niður einn eða í góðum félagsskap.

Please reload

Nálægt Ámúla 4 & 6

ELDSMIÐJAN

Það krefst kunnáttu að eldbaka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásarar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzabakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.

NINGS

Á Nings er eingöngu notað ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir sem er trygging neytandans fyrir góðum og hollum mat. Þá var Nings fyrsti veitingastaðurinn sem vakti athygli á óhollustu MSG og hefur ekki notað það við matargerðina.

VOX - HILTON HOTEL

VOX Restaurant er glæsilegur veitingastaður með úrval litríkra rétta. Áherslan er á fallegar máltíðir úr nærtæku norrænu hráefni og umhverfi.  Það er happy hour alla virka daga frá 16 - 19 á hotel barnum.

GLÓ

Skálin er spennandi nýjung á Gló. Þú hannar þína eigin gómsætu máltíð alveg eins og þú vilt hafa hana. Þú velur grunn, grænmeti, prótein, dressingu, skraut og voila! Máltíðin þín er tilbúin, alveg einstök.

Please reload

bottom of page