NÝTT KAFFIHÚS Á NOTALEGUM STAÐ

January 15, 2017

Ármúlinn og göturnar í kring hafa í áratugi iðað af verslun og viðskiptum. Þar hefur þó lengi vantað almennilegt kaffihús. Orange Project hefur nú heldur betur bætt úr þessu og opnað notalegt kaffihús, Orange Café -ESPRESSO BAR, í Orange-húsinu í Ármúla 4.

 

 

Við bjóðum uppá eðalkaffi, te, bráðholla djúsa, bjór og sérvalin léttvín í hæsta gæðaflokki.

 

Við leggjum mikinn metnað í salötin okkar og efumst ekki um að hróður þeirra eigi eftir að berast víða.

 

Við opnum klukkan 8 á morgnana og það er góð byrjun á deginum að koma við í staðgóða morgunhressingu hjá okkur. Við bjóðum til dæmis upp á hafragraut og gríska jógúrt.

 

Við erum með hádegisverðaseðillinn í stöðugri þróun með spennandi rétti á boðstólum alla daga. Þar fyrir utan bjóðum við upp á samlokur, croissant, beyglur með hráskinku, hvítlauk og fleira góðgæti, kökur og handgert eðalkonfekt svo eitthvað sé nefnt.

 

Við leggjum mikið upp úr notalegri stemningu og að Café Orange sé þægilegur viðkomustaður í amstri dagsins, tilvalið til funda, tylla sér með tölvuna og tengjast ókeypis interneti eða bara til þess að slaka aðeins á og hlaða batteríin.

 

Við viljum að Café Orange sé frábær byrjunarreitur á hverjum degi og þægileg endastöð að kveldi.

 

Við tökum þér fagnandi þegar þú kíkir við hjá okkur og vitum að þú átt eftir að koma aftur og aftur.

 

SJÁUMST – ÞÚ SÉRÐ EKKI EFTIR ÞVÍ

 

 

 

 

Please reload

Efni í tímaröð

September 2, 2016

September 1, 2016

September 1, 2016

Please reload

Efni í tímaröð
Please reload

www.png

© 2021  :  SKRIFSTOFUSETUR.COM