ORANGE OPNAR Á AKUREYRI

September 2, 2016

 

Orange Project opnar skrifstofuhótel á Akureyri þann 1. janúar 2017. Um er að ræða 15 fullbúin skrifstofurými auk opinna rýma og fyrsta flokks fundarherbergi. Þegar er byrjað að taka við bókunum og fyrstu viðskiptavinirnir munu geta hafið störf í húsinu fyrstu vikuna í janúar.

 

Húsnæðið stendur við Skipagötu 9 í hjarta bæjarins og verður afhent fullbúið með öllum þeim þægindum sem skrifstofuhúsnæði þarf að hafa til að bera. Breytingarnar og umsjón eru í höndum Reginn fasteignafélags.

 

Öll umgjörð Skipagötunnar miðast við að viðskiptavinir Orange fái bestu mögulega þjónustu hvort sem þeir eru með samning til lengri tíma eða skammtímaleigu og nýta aðstöðuna þegar þeir eiga leið um Norðurland. Allir viðskiptavinir Orange, hvort sem þeir eru með aðstöðu í Reykjavík eða á Akureyri, hafa aðgang að skrifstofurými á öllum starfstöðvum Orange.

 

Þann 1. september fagnaði Orange Project tveggja ára starfsafmæli. Viðtökurnar voru strax í upphafi vonum framar og ljóst að eftirspurnin eftir fullbúnum skrifstofum, til lengri eða skemmri tíma, er mikil og vöxtur fyrirtækisins hefur verið magnaður á þessum tveimur árum.

 

Og sóknin heldur áfram þar sem í október opnar kaffihúsið Orange Café við höfuðstövar fyrirtæksins í Ármúla 4-6. Kaffihúsið verður öllum opið og þar verða í boði uppbyggilegar og mannbætandi veitingar í notalegu umhverfi sem er upplagður samkomustaður til skrafs og ráðagerða.

 

Þá mun Orange opna fleiri starfsstöðvar á næstu mánuðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Tómas Hilmar Ragnarz Framkvæmdastjóri & eigandi í síma 820 7806.

Please reload

Efni í tímaröð

September 2, 2016

September 1, 2016

September 1, 2016

Please reload

Efni í tímaröð
Please reload

www.png

© 2021  :  SKRIFSTOFUSETUR.COM