FAGNAÐU MEÐ OKKUR

September 1, 2016

Þann 1. september varð Orange Project tveggja ára. Viðtökurnar sem við fengum strax í upphafi voru vonum framar og þessi tvö ár hafa verið óslitin sigurganga.

Við byrjuðum í Ármúla 6 en sprengdum það húsnæði fljótt utan af okkur og bættum Ármúla 4 við og glæsilegri hæð í Tryggvagötu 11 - Hafnarhvoli. Á fyrsta starfsárinu lögðum við undir okkur 3.400 fermetra af skrifstofuhúsnæði sem þýðir tæplega 150% stækkun, bæði í fermetrum talið og fjölda skrifstofueininga.

 

Enn frekari viðbætur eru framundan á Stór-Reykjavíkursvæðinu ásamt fleiri stöðum á landinu. Þann 31. ágúst var undirritaður samingur við Reginn um leigu á húsnæði á Akureyri sem stendur við Skipagötu 9, sem er í hjarta bæjarins. Gert er ráð yfir að fyrstu viðskiptavinir Orange hefji starfsemi sína í húsinu í byrjun janúar 2017. Húsnæðið verður endurskipulagt svo það meigi þjóna viðskiptavinum Orange, hvort sem þeir eru með fasta aðstöðu eða nýta það þegar þeir eiga leið um Norðurland.

 

Í október mun Orange Café opna kaffihús og „meeting point“ sem stendur öllum opið. Þar verða í boði uppbyggilegar og mannbætandi veitingar með smá twisti í takt við það að við erum stöðugt að leita leiða til þess að gera betur en við gerðum í síðustu viku. Við trúum því að það sem við gerðum í gær sé eitthvað sem við getum byggt á í framtíðinni.

 

Við höfum því ærið tilefni til að fagna á þessum tímamótum og langar endilega að bjóða þér að gleðjast með okkur í höfuðstöðvunum í Ármúla 4-6, þar sem ævintýrið hófst fyrir tveimur árum.

 

Í árbyrjun 2017 munu viðskiptavinir Orange Project geta valið um 5 mismunadi staðsetingar til að vinna á Íslandi á nokkrum stöðum á landinu. Með þessu getum við boðið fyrirtækjum og einstaklingum að setja upp útibú og sjálfstæðar starfstöðvar á mismunandi stöðum nálægt markaðssvæðum sínum án mikils tilkostnaðar. Allt frá einum degi og til lengri tíma.

 

 

Markmið Orange Project eru skýr: Að vera leiðandi á Íslandi í leigu á fullbúnum skrifstofum fyrir þá sem gera kröfur um mikil gæði og góða þjónustu á hagkvæmu verði. „HVAÐ GETUM VIÐ GERT FYRIR ÞIG?“

 

Léttar veitingar, ljúf stemning, þægileg tónlist og fullt af skemmtilegu Orange-fólki í Ármúlanum fimmtudaginn 1. september klukkan 16:00.

 

Vertu með okkur alls staðar!

Please reload

Efni í tímaröð

September 2, 2016

September 1, 2016

September 1, 2016

Please reload

Efni í tímaröð
Please reload

www.png

© 2021  :  SKRIFSTOFUSETUR.COM