Ný og öflug miðstöð ferðaþjónustufyrirtækja í Ármúla

May 2, 2016

Orange Project og Samtök ferðaþjónustunnar hafa tekið höndum saman og opnað glæsilega miðstöð ferðaþjónustufyrirtækja á 3. hæð húsnæðis Orange að Ármúla 4 í Reykjavík.

 

Orange Travel Center verður dýnamískur samkomustaður fyrirtækja og fólks sem starfar við ferðaþjónustu. Hugmyndin er að tengja saman á einum stað í kraftmiklu umhverfi þá sem koma að þessum mikilvæga vaxtarbroddi í Íslensku atvinnulífi.

 

Orange og SAF sjá fyrir sér að í húsinu verði til öflug miðstöð ferðamála á Íslandi þar sem fjölmörg og fjölbreytt fyrirtæki geta nýtt kraft og þekkingu fjöldans sjálfum sér og öðrum til framdráttar. Orange Travel Center getur orðið kraumandi suðupottur hugmynda, nýrra tækifæra og möguleika á þeim mikla og enn mikið til óplægða akri sem ferðaþjónusta á Íslandi er.


Orange Travel Center mynar öfluga heild

„Við hjá Orange erum alltaf að leita að nýjum lausnum og tækifærum og bindum miklar vonir við að Orange Travel Center verði öflug heild sem rúmar samvinnu og heilbrigða samkeppni fyrirtækja í ferðaþjónustu,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange Project. „Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og ný tækifæri eru alltaf að opnast. Möguleikarnir eru endalausir og í Orange Travel Center getur fólk á ólíkum og fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustunnar samhæft reynslu sína og þekkingu til þess að ná enn meiri árangri.“

 

Orange Travel Center hentar því bæði ferskum frumkvöðlum og þeim sem hafa fest sig í sessi. Þótt samkeppnin sé vissulega mikil skapar nálægðin ný tækifæri í skapandi og lifandi umhverfi.


Fyrirtæki innan SAF njóta sérkjara

Fyrirtæki innan Samtaka ferðaþjónustunnar njóta sérkjara á allri þjónustu og fjölbreyttum lausnum Orange. Í Ármúlanum eru nú þegar 110 fyrirtæki úr öllum áttum, m.a. Stjórnstöð ferðamála og Íslenski ferðaklasinn, þannig að í húsinu er samankomin mikil þekking og reynsla lausnamiðaðra fyrirtækja og einstaklinga. „Fyrirtæki á ferðaþjónustuhæðinni geta því hæglega sótt þjónustu til annarra fyrirtækja í húsinu en þar starfa svo eitthvað sé nefnt lögmenn, hugbúnaðarfyrirtæki, grafískir hönnuðir og svo mætti lengi telja,“ segir Tómas.

 

 

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar samstarfi sem þessu enda séu samtökin ávallt að horfa til tækifæra fyrir núverandi og tilvonandi félagsmenn. ,,SAF líta á þetta samstarf sem gott tækifæri til að skapa öflugan vettvang fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í ferðaþjónustu. Þá sjáum við fyrir okkur að nú geti fyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni haft aðgang að góðri skrifstofuaðstöðu hjá Orange Travel Center í höfuðborginni,“ segir Skapti Örn.Nánari upplýsingar:

·         Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange Project // tomas@orangeproject.is - 820 7806

·         Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar // skapti@saf.is - 899 2200

Please reload

Efni í tímaröð

September 2, 2016

September 1, 2016

September 1, 2016

Please reload

Efni í tímaröð
Please reload

www.png

© 2021  :  SKRIFSTOFUSETUR.COM