ORANGE POP UP YOGA Í ÁRMÚLA
March 19, 2016

Orange Project bætir nú enn þjónustuna við viðskiptavini sína og heldur áfram að stuðla að bættum lífsgæðum og heilsu þeirra. Nú með vikulegum ókeypis Yoga-tímum í Ármúlanum.
Frá og með fimmtudeginum 7. apríl mun yoga-kennarinn Sandra Dögg Jónsdóttir mæta vikulega í Park-salinn á 2. hæð í Ármúlanum, við hliðina á hinu nýja og glæsilega Orange Business Lounge, og leiða 40 mínútna yoga-tíma á fimmtudögum.
„Allir geta verið með, hvar svo sem þeir eru staddir líkamlega, það er „bjútíið.“ Allt er algjörlega á þínum forsendum, samanburður ekki til heldur aðeins tími þar sem þú mætir þér af algjörri auðmýkt,“ segir Sandra Dögg.
Tímarnir verða á milli 12:12 – 12:52 á fimmtudögum og eru opnir öllu okkar fólki svo lengi sem plássið leyfir. Sandra Dögg mun bjóða upp á frekar einfaldar Hatha yoga stöður sem koma blóðinu á hreyfingu, öndunar æfingar, mjúkar teygjur og endurnærandi slökun. Eitthvað sem skapandi fólki í krefjandi störfum veitir ekki af.
Orange hefur frá upphafi lagt áherslu á líflegt umhverfi og hollustu, meðal annars með því að bjóða viðskiptavinum sínum ferska ávexti ókeypis alla daga. Við trúum á hið fornkveðna að heilbrigð sál þrífist best í hraustum líkama og hvetjum viðskiptavini okkar til þess að nýta slökunartímana með Söndru Dögg til þess að ná enn betra jafnvægi og meiri árangri í leik og starfi.
Sandra Dögg mælir eindregið með að fólk hafi með sér jógadýnu og hafi fataskipti enda algjörlega ómögulegt að gera æfingar í jakkafötum eða gallabuxum.
Ekki hika. Takið skrefið til betra lífs og skráið ykkur hjá Rakel Ósk - rakel@orangeproject.is