Orange Project óskar viðskiptavinum sínum, sem og landsmönnum öllum, nær og fjær farsældar á nýju ári.
Við þökkum einnig ört stækkandi hópi viðskiptavina okkar sérstaklega fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til þess að sjá þann hóp stækka enn frekar á komandi ári.

Orange Project óx hratt árið 2015 og í fermetrum talið hefur Orange Project stækkað um tæplega 150% á rúmu ári. Enn frekari vöxtur og nýjungar eru handan við hornið á nýju ári og við hlökkum til skemmtilegs samstarfs við okkar fólk 2016.
Við erum byrjuð að taka við bókunum fyrir skrifstofur í glænýju og glæsilegu rými okkar í Hafnarhvoli við Tryggvagötu og viðbótarrýminu sem opnar í Ármúla 4 í janúar.
Hvert sem þú stefnir þá er Orange Project byrjunarreiturinn á farsælli ferð til árangurs.
Komdu í Orange-hópinn og vertu með í ævintýraferð í gegnum árið 2016.