GÓÐ SAMSKIPTI
Samskipti verða að vera góð eigi þau að skila árangri. Boðleiðirnar milli fólks og fyrirtækja eru margar í upplýsingasamfélaginu sem við lifum í. Þess vegna hefur í raun aldrei verið jafn mikilægt að vanda til verka og halda öllum leiðum opnum, óháð því hvort um núverandi eða væntanlega viðskiptavini er að ræða.
Við bjóðum fyrirtækjum að leigja sér markaðs- og viðburðastjóra í sérverkefni. Þetta er góð lausn sem er vel þekkt og algeng erlendis. Þannig spara lítil og meðalstór fyrirtæki sér það að hafa aðila í vinnu allt árið um kring og greiða aðeins fyrir þessa þjónustu þegar á þarf að halda.
ORANGE hefur á að skipa miklum mannauði sem býr yfir víðtækri reynslu í því að tala við fólk, framkvæma og ná árangri. Við höfum gaman að góðum samskiptum en okkur leiðist að tala bara um hlutina. Við viljum framkvæma, láta verkin tala og hlutina gerast hratt og örugglega.
Við getum boðið þér upp á er eftirfarandi og ef þú finnur ekki það sem þig vantar á þessum lista þá erum við tilbúin til að hlusta á þig, finna lausnir með þér og sérsníða eftir þínum þörfum hverju sinni.
-
Almennar auglýsingar
-
Firmamerki – logo
-
Nafnspjöld
-
Markpóstur
-
Bréfsefni
-
Merkingar – gluggar / skilti
-
Umsjón með samfélagsmiðlum – Facebook, Twitter, Instagram, Pinterest
-
Vefsíðugerð
-
Leitarvélabestun – SEO
-
Auglýsingar á netinu – borðar – GoogleAD – Facebook – Youtube
-
Vefverslun
-
Vörulistar
-
Auglýsingabirtingar
-
Þarfagreiningar
-
Sölukynningar
-
Netleikir