top of page
RITARINN ÞINN

ORANGE býður fyrirtækjum upp á ritaraþjónustu sem skilar því að þú losnar við þá yfirbyggingu sem fylgir því að hafa ritara innan veggja fyririrtækisins. Ritaraþjónustan okkar ætti þannig að spara fyrirtæki þínu umtalsverð útgjöld þar sem eingöngu er greitt fyrir þá vinnu sem þörf er á. Þjónustan er þó alltaf til staðar þegar á þarf að halda.

 

Ritaraþjónustan er sérsniðin að rekstri  sérhvers fyrirtækis og er hægt að auka hana eða minnka allt í takt við þörfina hverju sinni.

 

Þessi þjónusta er þekkt víða erlendis, hefur reynst vel og er nokkuð vinsæl hjá fyrirtækjum sem telja tíma og kröftum starfsfólks síns betur varið í annað en að sinna ritarastörfum. Starfsfólkið getur þá einbeitt sér að kjarnastarfseminni hvort sem um stór eða lítil fyrirtæki er að ræða. 

 

Fyrirtæki þurfa yfirleitt á aðstoð að halda við ýmis tilfallandi mál sem réttlætir þó ekki að ritara í fullu starfi sé haldið úti. Með ritaraþjónustunni fær fyrirtækið þitt vel þjálfaðan ritara sem sinnir þessum þætti rekstrarins fyrir brot af þeim kostnaði sem fylgir föstum starfsmanni.

 

Ritaraþjónusta okkar felur í sér eftirfarandi:

 

  • Sérhæfð skýrslugerð og ritun. Þar er átt við ritun af upptökum fyrir til dæmis lögfræðinga, lögreglu, öryggisgæslu og alla þá sem þurfa að skila rituðum skýrslum um störf sín.
     

  • Almenn ritun til dæmis á fundargerðum, rita niður texta eftir upptökutækjum og fleira í þeim dúr.
     

  • Ritaraaðstoð þar sem við sjáum til dæmis um að semja fundarboð og senda út, skrifa og senda út markpósta, útbúa markaðspakka, útsendingu þeirra og margt fleira.

 

 

                                        ORANGE PROJECT er í samstarfi við Ritari.is

bottom of page