top of page
VIÐ SKRIFUM ÚT OG SENDUM REIKNINGA 

ORANGE tekur að sér umsjón með útgáfu sölureikninga fyrir viðskiptavini sína.

 

Við sendum út reikninga rafrænt og/eða í pósti með eða án greiðsluseðla. Við getum stofnað rafræna greiðsluseðla sem sjást í öllum netbönkum og erum í samstarfi við Myntu varðandi innheimtu.

 

Þú sendir okkur upplýsingar um reikninginn með tölvupósti eða í gegnum heimasíðu okkar og við útbúum reikninginn og sendum samdægurs.

 

Ekkert fyrirtæki lifir án þess að hafa tekjur. Reikningagerð er grundvöllur alls rekstrar, því án reikninga eru engar tekjur.

 

Mikilvægt er að senda út reikninga eins fljótt og mögulegt er, það eykur líkur á að ekkert gleymist og bætir sjóðstreymi.

 

Með því að láta ORANGE sjá um reikningagerðina fæst hröð þjónusta, vissa um að rétt sé staðið að reikningagerðinni og að reikningar séu löglegir.

bottom of page