top of page
Skyndiskrifstofan þín bíður eftir þér

Skrifstofa í einn dag. Skammtímaskrifstofur þar sem þú greiðir aðeins fyrir þær klukkustundir sem þú notar

Dagleiga Orange hentar þein sérstaklega vel sem eru á ferðinni og þurfa fullkomna skrifstofuaðstöðu til þess að vinna í ró og næði.

 

 

Þú getur valið úr 155 skrifstofurýmum á fjórum stöðum í Reykjavík; við Höfðatorg, Skútuvog, Skipagötu Akureyri og í Ármúla. Innifalið í leigunni er aðgangur að fundarherbergjum Orange.

 

  • Dagskrifstofan þín getur rúmað allan þinn mannskap og getur bæði verið lokuð eða í opnu vinnurými.

 

Dagleigunni fylgir:

  • tækniþjónusa

  • þráðlaust net

  • hollar og hressandi veitingar

  • aðgangur að prentun, skönnun og ljósritun gegn vægu gjaldi

 

Þú velur einfaldlega þann leigutíma sem hentar þér; hálftíma, klukkutíma, einn dag, viku og allt þar á milli. Síðan þarftu bara að mæta og byrja að vinna. Skrifstofan bíður þín fullbúin.

 

 

 

Allt til alls

  • Orange-skrifstournar eru fullbúnar með húsgögnum, skrifborði, stólum og möguleika á IP-síma. Innifalið í leigunni eru þráðlaust 500mb ljóshraða internet, aðgangur að fundarherbergjum, rafmagn, eftirlitsmyndavélar, þjófavörn og tryggingar. Þá er boðið upp á prentun, skönnun, ljósritun og póstþjónustu. Kaffistofur eru vitaskuld á öllum hæðum, te & Illy kaffi. Ferskir ávextir  daglega – þar á meðal Orange-appelsínur beint frá Spáni.

 

  • Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd og erum umhverfisvottuð af Svaninum í bak og fyrir. Í hverri skrifstofu eru tunnur fyrir flokkað rusl og við bjóðum upp á græn bílastæði með hleðsu fyrir rafmagnsbíla. Þá erum við með gott pláss fyrir reiðhjól og gott aðgengi fyrir fatlaða. Þrif á skrifstofunum eru einnig innifalin og hægt er að laga þau að þörfum hvers og eins.

 

 

Skiptiborð Orange er opið frá 9:15 -12:00 og 13:00 -16:00 alla virka daga og aðgangur að skrifstofum er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.

 

Finndu þá skrifstofu sem hentar þér best og hafðu samband við okkur í síma
5 27 27 87 og við hjálpum þér að finna réttu lausnina. Þú getur síðan hafið störf samdægurs.

Skrifstofa í einn dag

 

Hjá Orange færðu fyrirvaralaust fullbúna skrifstofu í þann tíma sem þú þarft, hvort sem um er að ræða einn vinnudag, hluta úr degi eða jafnvel aðeins klukkustund. Frábær lausn til þess að sinna mikilvægum verkefnum, fundum og viðskiptavinum.

 

Alvöru skrifstofur í notalegu umhverfi

 

Skammtímaleiguskrifstofur Orange henta bæði einstaklingum og hópum. Skrifstofurnar eru tilbúnar með öllu sem til þarf og í þægilegu og öruggu umhverfi Orange ættir þú og þitt fólk að hámarka afköst og árangur. Hressing á Orange-kaffistofunum er innifalin í leigunni en þar er meðal annars boðið upp á kaffi, te, kakó, svaladrykki og ferska ávexti sem koma daglega í hús.

 

 

 

bottom of page