top of page

Orange skrifstofur ryðja brautina til árangurs

Fullkomnar skrifstofur með öllu sem þú þarft til að ná árangri

Orange-skrifstofurnar bíða þín, tilbúnar með öllu sem þarf. Þú getur hafið störf samdægurs án þess að þurfa að huga að nokkrum sköpuðum hlut öðru en viðfangsefnum þínum. Við sjáum um allt annað.

 

 

 

Allt er innifalið í leigunni

 

  • Þú hefur aðgang að skrifstofurýminu allan sólarhringinn og getur valið þá stærð sem þér hentar. Við bjóðum bæði upp á lokaðar skrifstofur og vinnuaðstöðu í opnu rými.

 

  • Skrifstofurnar eru tilbúnar með húsgögnum, þráðlausu interneti, símtækjum með aðgangi að öllu sem þú þarft til þess að gera vinnu þína þægilega og áhyggjulausa.

 

  • Þú leigir þá skrifstofu sem þér hentar eins stutt eða lengi og þú þarft. Allt frá hálftíma og lengur, jafnvel árum saman. Þá getur þú að sjálfsögðu stækkað eða minnkað skrifstofuplássið eftir þörfum.

 

  • Orange býður upp á notalegar og ferskar skrifstofur í þægilegu umhverfi á fjórum frábærum stöðum í Reykjavík. Í Tryggvagötu í hjarta miðbæjarins og miðpunkti menningarlífs borgarinnar og í Ármúla sem er í hringiðu íslensks viðskiptalífs. Einnig í Skútuvogi og Skipagötu Akureyri. Þú getur því komið þér fyrir þar sem þér hentar best í fullkomnum skrifstofum þar sem allt er til alls.

 

 

 

 

  • Þú leigir skrifstofu í þeirri stærð sem þú þarfnast í þann tíma sem þú þarft. Við sjáum um afganginn og finnum hagstæðustu lausnina fyrir þig. Þú borgar aðeins fyrir það sem þú þarft, þar sem allt er innifalið í einum pakka.

Allt til alls

  • Orange-skrifstournar eru fullbúnar með húsgögnum, skrifborði, stólum og möguleika á IP-síma. Innifalið í leigunni eru þráðlaust 500mb ljóshraða internet, aðgangur að fundarherbergjum, rafmagn, eftirlitsmyndavélar, þjófavörn og tryggingar. Þá er boðið upp á prentun, skönnun, ljósritun og póstþjónustu. Kaffistofur eru vitaskuld á öllum hæðum, útibú frá Te & kaffi. Ferskir ávextir  daglega – þar á meðal Orange-appelsínur beint frá Spáni.

 

  • Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvernd og erum umhverfisvottuð af Svaninum í bak og fyrir. Í hverri skrifstofu eru tunnur fyrir flokkað rusl og við bjóðum upp á græn bílastæði með hleðsu fyrir rafmagnsbíla. Þá erum við með gott pláss fyrir reiðhjól og gott aðgengi fyrir fatlaða. Þrif á skrifstofunum eru einnig innifalin og hægt er að laga þau að þörfum hvers og eins.

 

Skiptiborð Orange er opið frá 9:15-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga og aðgangur að skrifstofum er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.

 

Finndu þá skrifstofu sem hentar þér best og hafðu samband við okkur í síma 5 27 27 87 og við hjálpum þér að finna réttu lausnina. Þú getur síðan hafið störf samdægurs.

Skrifstofurnar

 

Orange-skrifstofurnar henta fyrirtækjum, einstaklingum og félagssamtökum sem vilja losna við óþarfa yfirbyggingu. Hjá Orange ertu laus undan öllu venjubundnu amstri skrifstofurekstrar. Við sjáum um allt fyrir þig og þú getur einbeitt þér að verkefnum þínum, áhyggjulaus í notalegu og björtu umhverfi. Við hugsum í lausnum – fyrir þig og erum sveigjanleg á öllum sviðum. Hvort sem þig vantar fullkomna skrifstofu í klukkustund eða ár þá erum við með lausnina fyrir þig.

 

 

Þú borgar bara fyrir það sem þú þarft
 

Helsti kosturinn við Orange-skrifstofurnar er að þú færð það sem þér hentar best og borgar fyrir það, hvorki meira né minna. Við erum með tilbúnar skrifstofur af öllum stærðum og gerðum og þú getur hafið störf strax í dag. Laus undan öllum hefðbundnum skrifstofurekstri getur þú hámarkað afköst starfsfólks þíns, í því plássi sem þér hentar best.

 

bottom of page