top of page
GALLERY O

Við hjá SKRIFSTOFUSETUR leggjum mikið upp úr því að allt skrifstofuumhverfi okkar sé líflegt, ferskt og fallegt. Skrifstofubyggingar okkar eru því í raun einnig listagallerí og í Gallerí O gefum við minna þekktu myndlistarfólki kærkomið tækifæritil að koma sér á framfæri.

 

Samstarf GALLERY O og þess listafólks sem hefur unnið með okkur hefur gefist einkar vel og gagnast báðum. Með reglulegum myndlistarsýningum eru veggir SKRIFSTOFUSETURSINS jafnan skreyttir lifandi og skemmtilegri list, viðskiptavinum okkar og gestum til ánægju og yndisauka. Listafólkið er einnig hæstánægt með Gallerí O þar sem verk þeirra fá mikla og góða kynningu hjá okkur.

 

Sýningaopnanir Gallerí O þykja sérlega vandaðar og skemmtilegar og eru að festa sig í sessi sem athyglisverðar uppákomur í reykvísku menningarlífi. Við stefnum að því að leggja enn meiri metnað í Gallerí O þannig að SKRIFSTOFUSETRIРverði skemmtileg miðstöð viðskipta og menningar.

 

Guðmundur Hilmar var með fyrstu sýninguna í Gallery O í október 2014 og síðan þá hafa Guðrún Anna Magnúsdóttir, Arnar Birgis, Margeir Dire, Ólöf Benediktsdóttir, Þorsteinn Óli og nú síðast Jóhann S. Vilhjámsson fylgt í kjölfarið.

 

SKRIFSTOFUSETRIРvill gefa sem flesum tækifæri til þess að koma sér og verkum sínum á framfæri í Gallery O og við hvetjum áhugasama eindregið til þess að setja sig í samband við okkur.  

bottom of page