top of page

Ferskt umhverfi fyrir frjóa fundi

REGUS-fundarherbergin eru 14 talsins og rúma allt frá stjórnarfundum til fyrirlestra

Orange Regus-fundarherbergin hafa allt til alls og henta fyrir fundi með viðskiptavinum, stjórarfundi eða fyrirlestra. Herbergin eru búin fullkomnum fjarfundarbúnaði í HD-gæðum þannig að í þeim er hægt að funda með fólki hvar sem er í heiminum.

 

Fundarherbergin eru á fjórum góðum stöðum í Reykjavík og Akureyri, í Ármúla, Skútuvogi, Espresso Bar,  Tryggvagötu og Skipagötu 9 Akureyri. Herbergin eru í ýmsum stærðum og hægt að setja þau upp á ýmsan hátt, allt eftir eðli fundarins. Sé þörf fyrir sérstaka uppsetningu herbergjanna þarf að panta breytinguna með fyrirvara.

Stjórnarfundir

Orange / Regus-fundarherbergin eru sérlega hentug fyrir stjórnarfundi þar sem hægt er að fara yfir nýjar hugmyndir, gera áætlanir og taka mikilvægar ákvarðarnir í notalegu og öruggu umhverfi.

 

Námskeið og fyrirlestrar

Orange / Regus-fundarherbergin eru upplögð fyrir námskeið og fyrirlestra, hópa – og hugmyndavinnu.

 

Þægilegt umhverfi

Þegar þú heldur fund í Orange/ Regus-fundarherbergi nýtur þú hjálpar og leiðsagnar starfsfólks Orange Regus, sem þekkir ekki vandamál. Aðeins lausnir.

 

Í fundarherbergjunum færð þú frábæra aðstöðu fyrir hvers kyns fundi, þegar þér hentar.

Orange-fundarherbergin eru internettengd, með möguleika á  fjarfundarbúnaði í HD-gæðum. Tússtöflur með öllu tilheyrandi eru í herbergjunum, auk myndvarpa og boðið er upp á úrval veitinga: Vatn, sódavatn, kaffi, te, orkudrykki og gosdrykki í glerflöskum. Ávextir, muffins og önnur hressing er á staðnum og hægur vandi að gera ráðstafanir fyrir aðrar tegundir veitinga.

 

Einn helsti kosturinn við fundarherbergin er svo vitaskuld að þú greiðir aðeins fyrir þann tíma sem þú notar herbergið og heldur þannig kostnaði við fundarhöldin í lágmarki.

 

 

 

 

 

 

 

Finndu fundarherbergi sem hentar þér og  hafðu samband við okkur í síma 5 27 27 87 eða sendu okkur tölvupóst info@orangeproject.is  og við hjálpum þér að finna réttu lausnina. Þú getur síðan haldið fundinn strax.

Skiptiborð okkar er opið frá 9:15-12:00 og 13:00-16:00 alla virka daga og aðgangur að skrifstofum er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.

 

BUSINESS LOUNGE

Fyrir þá sem vilja fá að vinna í ró og næði en samt innann um fólk. 

bottom of page