
ALMANNA-
TENGSL : PR
VIÐ FÖNGUM ATHYGLINA
Þarftu að ná til fjöldans? Vekja á þér athygli? Kynna nýja vöru eða þjónustu? Standa vörð um ímynd þína? Ná tökum á neikvæðri umræðu eða vekja athygli á einhverju jákvæðu?
Við erum með lausnina
Samanlögð reynsla starfsfólks Orange Project við fjölmiðla, markaðssetningu og ímyndarvinnu hleypur á áratugum. Í þessum efnum vitum við upp á okkar tíu fingur hvað við erum að gera og höfum yfir að ráða gríðarlega umfangsmiklu tengslaneti.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á alla hugsanlega þjónustu á sviði almannatengsla. Við sjáum um samskipti við fjölmiðla og veitum bestu ráðgjöf í öllum hugsanlegum aðstæðum, ekki síst um samskipti við fjölmiðla og viðbrögð við hverju því sem kann að koma upp á og varðar ímynd fyrirtækis þíns gagnvart almenningi.
Við gerum fréttatilkynningar og fylgjum þeim eftir. Tökum að okkur uppfærslur og umsjón með vefsíðum og viðhald á öllum helstu samfélagsmiðlum: Facebook, Twitter og Instagram, svo eitthvað sé nefnt. Þá tökum við að okkur að skipuleggja og stjórna markaðsherferðum á samfélagsmiðlum sem eru okkar heimavöllur.
Ef þú þarft að láta eitthvað heyrast, láttu okkur um að láta það bergmála um samfélagið.