top of page

AKSTURS-
ÞJÓNUSTA

Orange Project í samvinnu við Securitas-Luxury Transport, býður viðskiptavinum sínum að ferðast öruggum milli staða með öllum hugsanlegum þægindum í Mercedes-Benz, lúxusvögnum af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Er til dæmis hægt að hugsa sér eitthvað betra en að stíga beint upp í lúxusbíl sem bíður þín í Leifsstöð við komuna til landsins og líða í rólegheitum til Reykjavíkur, með vanan bílstjóra undir stýri?

 

Allir bílstjórar Luxury Cars eru þrautþjálfaðir og búa yfir mikilli reynslu, bæði hvað varðar akstur og persónulegt öryggi. Auk þess sem fyrirtækið leggur ofuráherslu á þagmælsku og trúnað við farþega sína.

 

Starfsfólk Luxury Cars er á vakt alla daga, allan sólarhringinn og kemur þér örugglega í fullkomnum þægindum hvert á land sem er, hvenær sem þér hentar.

0010
0007
0006-3
0006
0004
0004 (1)
bottom of page